Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,41% og er 8.493 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Veltan nemur 1,8 milljarði króna.

Helstu hlutabréfavísitölur eru grænar það sem af er degi en Asíumarkaður var tíðindalítill í gærnótt.

Teymi hefur hækkað um 2,85%, Marel hefur hækkað um 0,2%, FL Group hefur hækkað um 0,19% og Century Aluminium hefur hækkað um 0,14%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 6,19%, 365 hefur lækkað um 1,1%, Össur hefur lækkað um 0,58%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,58% og Glitnir hefur lækkað um 0,51%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,13% og er 114,6 stig.