Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5% og 8.043 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,7 milljörðum króna.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,47%, Icelandair Group hefur hækkað um 0,36% og Exista hefur hækkað um 0,3%.

FL Group hefur lækkað um 1,38%, Össur hefur lækkað um 0,94%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,8%, Kaupþing hefur lækkað um 0,64% og Teymi hefur lækkað um 0,59%.

Gengi krónu stendur í stað og er 114,7 stig.