Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52% og er 5.364,28 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis Group er eina félagð sem hækkað hefur við hádegi og nemur hækkunin 0,16%.

Kaupþing banki hefur lækkað um 1,08%, Avion Group hefur lækkað um 0,89%, Atorka Group hefur lækkað um 0,86%, Glitnir hefur lækkað um 0,58% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,50%.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,02% og er gengisvísitala hennar 130,8 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.