Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6% og er 4.841 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.   Gengi krónu hefur styrkst um 0,2% og er 146 stig.

Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað það sem af er degi. Vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í gær og heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði sem gaf fjárfestum vonir um að evrópskir markaðir myndu  fylgja þeirri þróun eftir. En svo virðist ekki vera. Sérfræðingur sem Dow Jones fréttaveitan ræddi við, bendir á það sé lítið fréttaflæði til þess að benda mörkuðum hvert skal stefna.