Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,61% og er 6.460 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 1.520 milljónum króna.

Þrjú fyrirtæki birtu uppgjör sín fyrir þriðja ársfjórðung í morgun. Þau eru Bakkavör Group, Landsbankinn og Straumur-Burðarás.

Bakkavör Group hefur hækkað um 0,67% í 23 viðskiptum sem nema samtals 186 milljónum króna, Flaga Group hefur hækkað um 0,65% og Exista hefur hækkað um 0,45%

FL Group hefur lækkað um 2,08%, Glitnir hefur lækkað um 1,27%, Actavis Group heur lækkað um 1,19%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,18% og Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,17% í 28 viðskiptum sem nema samtals 145 milljónum króna.

Gengi krónu hefur veikst um 0,39% og er 118,8 stig.