Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,7% og er 5.035 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur tveimur milljörðum króna.

Ef fram fer sem horfir hefur Úrvalsvísitalan lækkað alla daga vikunnar.

Flaga Group hefur hækkað um 1,9%, Eik banki hefur lækkað um 1,2%, Atorka Group hefur lækkað um 0,9% og Spron hefur lækkað um 0,5%.

Föroya banki hefur lækkað um 3,7%, Exista og Glitnir hafa lækkað um lækkað um 1,7%, Straumur hefur lækkað um 1,6% og Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,4%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,5% og er 129,5 stig.