Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,72% og er 8.289 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi. Krónan hefur styrkst um 0,4% og er 119,7 stig.

Föroya banki hefur hækkað um 2,17%, Teymi hefur hækkað um 1,97%, Össur hefur hækkað um 0,95%, Atorka Group hefur hækkað um 0,75% og Marel hefur hækkað um 0,33%.

Kaupþing hefur lækkað um 1,52%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,35%, Straumur hefur lækkað um 1,2%, Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 1,14% og Glitnir hefur lækkað um 1,05%.