Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,9% og er 4.784 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 0,1% og er 146,1 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Úrvalsvísitalan hefur lækkað hægt og rólega frá opnun markaðar.

Flestar af helstu hlutabréfavísitölum í Evrópu eru rauðar. Engu að síður hefur sænska vísitalan OMXS hækkað um 0,4%.

Viðskiptablaðið greindi frá í morgun að lækkunin á hlutabréfamörkuðum í Asíu í dag hafi verið sú mesta í sex vikur.