Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,93% og er 7.964 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, en erlendir markaðir hafa einnig farið lækkandi. Í gær lækkaði hlutabréfaverð í Norðurlöndunum í kjölfarið á ótta við verðbólgu og vaxtahækkanir, samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu DowJones. Einnig var orðrómur á markaði um ansi svarta skýrslu frá Morgan Stanley.

Össur er eina félagið sem er grænt og nemur hækkunin 0,95%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,87%, Landsabankinn hefur lækkað um 1,62%, Alfesca hefur lækkað um 1,6%, Straumur-Burðarás hefur lækkað 1,43% og Kaupþing hefur lækkað um 1,02%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,98% um 117 stig.