Úrvalsvísitalan lækkað um 1% og er 4.780 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 1,2% og er 154,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Bakkavör Group [ BAKK ] hefur hækkað um 2,4%, Marel [ MARL ] hefur hækkað um 1,3%, Alfesca [ A ] og Atorka Group [ ATOR ] hafa lækkað um 0,9% og Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 0,2%.

Atlantic Peroleum [ FO-ATLA ] hefur lækkað um 3,4%, Atlantic Airways [ FO-AIR ] og Straumur [ STRB ] hafa lækkað um 1,9%, Landsbankinn [ LAIS ] hefur lækkað um 0,7% og Kaupþing [ KAUP ] hefur lækkað um 1,4%.