Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1% og er 7.487 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,8% og er eina félagið sem hækkað hefur.

Landsbankinn hefur lækkað um 2,44%, FL Group hefur lækkað um 1,96%, Atorka Group hefur lækkað um 1,9%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,46% og Kaupþing hefur lækkað um 0,86%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,24% og er 121 stig.