Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,39% og er 5.663,56 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Sérfræðingar benda á að hækkun vísitölu neysluverðs hafi verið yfir spám greiningaraðila og að hún hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamarkaði, sem er óvenjulega næmur fyrir neikvæðum fréttum.

Tvö fyrirtæki hafa hækkað það sem af er degi, Icelandic Group hefur hækkað um 0,56% og Grandi um 0,42%.

Kaupþing banki hefur lækkað um 1,91%, Glitnir hefur lækkað um 1,73%, Landsbankinn um 1,67%, Dagsbrún 1,50% og FL Group hefur lækkað um 1,41%.

Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur hækkað um 2,29% og er 128,74 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Kaupþings banka.