Úrvalsvísitalan  hefur lækkað um 1,4% og er 4.355 stig við hádegi.

Krónan hefur styrkst um 1,2% og er 160,6 stig en við opnun markaða veiktist hún, samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktar Mentis.

Hér til hliðar má segja mestu hækkanir og lækkanir dagsins. 365 [ 365 ] leiðir hækkanirnar, en einungis eitt viðskipti fyrir um tvö þúsund krónur liggja þar að baki. Stefnt er að afskráningu félagsins.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 3,9 milljörðum króna. Þar af eru stök viðskipti með bréf Landsbankans fyrir 2,1 milljarð króna á genginu 26,8 og fyrir 585 milljónir króna á genginu 23,4. Landsbankinn hefur lækkað um 1,7% það sem af er degi og er gengið 23 við hádegi.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi. Það logar reyndar grænt í London.  Norska vísitalan OBX stendur í stað, danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,9% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,2%.