Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,52% og er 8.500 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 8,1 milljarði króna.

Atorka Group hefur hækkað um 2,83% og Föreya banki hefur hækkað um 1,18%.

Straumur hefur lækkað um 2,59%, FL Group hefur lækkað um 2,14%, Exista hefur lækkað um 2,09%, Bakkavör Group hefur lækkað um 2,06% og Glitnir hefur lækkað um 2%.

Gengi krónu hefur veikst um 1,63% og er 116 stig.