Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,6% og er 4.257 stig. Gengi krónu hefur veikst um 1,4% og er 155 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 711 milljónum króna við hádegi. Dow Jones fréttaveitan segir að almennt sé lítil velta á hlutabréfamörkuðum. Meðal annars vegna þess að fjárfestar bíði átekta eftir uppgjörum fyrir annan fjórðung. Auk þess veldur hækkandi olíuverð lélegri stemningu meðal fjárfesta sem horfa til hlutabréfa.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 2,5%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,8% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 2,2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.