Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,68% og er 8.721 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur sex milljörðum króna.

Nýherji hefur hækkað um 2,44%, 365 hefur lækkað um 0,9%, Eimskip sem og Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,62% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,29%.

Eik hefur lækkað um 2,98%, Atorka Group hefur lækkað um 2,65%, Straumur hefur lækkað um 2,46%, Exista hefur lækkað um 2,03% og Glitnir hefur lækkað um 1,81%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,66% og er 112,1 stig.