Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,8% og er 5.080 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 3,1 milljarði króna. Þar af eru 852 milljónir króna vegna utanþingsviðskipta í Kaupþingi.

Breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 2,1% og danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,3%. Norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,3%, sænska vísitalan hefur lækkað um 0,5%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Föroya banki [ FO-BANK ] hefur hækkað um 2% og Flaga Group [ FLAGA ] hefur hækkað um 1,2%.

Bakkavör Group [ BAKK ] hefur lækkað um 4,2%, Eimskip [ HFEIM ] hafa lækkað um 3,5%, Exista [ EXISTA ] hefur lækkað um 3%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 2% og Kaupþing [ KAUP ] hefur lækkað um 1,9%.