Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,9% og er 4.293 stig við hádegi. Það sem af er ári nemur lækkun vísitölunnar 28,8%. Gengi krónu hefur veikst um 0,9% og er 160,8 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 6,5 milljörðum króna. Tvö jafnstór viðskipti voru með Kaupþing [ KAUP ] og Landsbankann [ LAIS ] í morgun eða 2,3 milljarða króna. Kaupgengið var í báðum tilvikum dagslokagengi gærdagsins.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi. Danska vísistalan OMXC hefur lækkað um 1,9%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,5% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 2,5%, samkvæmt upplýsingum Euroland.