Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,24% og er 8.147, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, í kjölfar mikilla lækkana á bandarískum hlutabréfamörkuðum sem og að Asíu markaður heldur áfram að lækka.

Veltan nemur um fimm milljörðum króna.

Exista hefur lækkað um 6,09% í veltu sem nemur um milljarði króna, FL Group hefur lækkað um 4,9%, Kaupþing hefur lækkað um 3,64%, Glitnir hefur lækkað um 2,98% og Föroya banki hefur lækkað um 2,72%.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 3,2%, Eik banki hefur hækkað um 1,96%, Flaga Group hefur hækkað um 1,42% og Eimskip hefur Hækkað um 0,24%.

Gengi krónu hefur veikst um 2,23% og er 117,5 stig.