Úrvalsvísitalan lækkar um 2,63% og er 5.610,21 stig við hádegi. Þegar markaðurinn lokaði í gær hafði hún lækkað um 2,24%.

Vinnslustöðin er eina fyrirtækið sem hækkar og er hækkunin 5%.

Avion Group lækkar um 4,71%, Landsbankinn lækkar um 4,17%, Bakkavör Group lækkar um 3,37%, Straumur-Burðarás lækkar um 2,96% og FL Group lækkar um 2,96%.

Gengisvísitala krónunnar hækkar um 0,33% og 122,74 stig.