Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,19% og er 8.016 stig við hádegi.Veltan nemur 8,6 milljörðum króna.

Gengi krónu hefur veikst um 1,91% og er 119,6 stig.

Exista hefur lækkað um 4,92%, Föreya banki hefur lækkað um 4,62%, Atorka Group hefur lækkað um 3,98%, Straumur hefur lækkað um 3,65% og Kaupþing hefur lækkað um 3,37%.

Þetta er í takt við það sem er á sér stað á erlendum mörkuðum. Bandaríska vísitalan SP500 lækkaði um 1,60% í gær. DowJones vísitalan lækkaði um 1,73% og NASDAQ um 0,20%.

Breska vísitalan FTSE100 hefur lækkað um 3,13% það sem af er degi, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 3,54%, sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 3,28% og danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 2,58%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Japanska vísitalan Nikkei lækkaði um 1,56% í nótt.