Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,64% og er 7.590 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur sex milljörðum króna.

Þetta er í samræmi við það ástand sem er á öðrum mörkuðum sem hafa einkennst af miklum lækkunum undanfarið.

Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 0,5% í veltu sem nemur 1.4 milljónum króna.

Teymi hefur lækkað um 8,05%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 7,65%, Exista hefur lækkað um 6,28%, Eik banki hefur lækkað um 4,17% og Icelandair Group hefur lækkað um 4,14%.

Gengi krónu hefur veikst um 3,27% og er 126,6 stig.