Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,64% og er 8.646 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,3 milljörðum króna.

Össur hefur hækkað um 3,26% en félagið birti uppgjör í morgun, Teymi hefur hækkað um 2,14% en félagið birti uppgjör í dag, Glitnir hefur hækkað um 2,03% en bankinn birtir í dag, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 2,02%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,92% ogExista hefur hækkað um 1,86%.

Nýherji hefur lækkað um 1,43%, 365 hefur lækkað um 0,61% og Eik banki hefur lækkað um 0,14%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,3% og er 113,2 stig.