Úrvalsvísitalan hækkar um 0,06% og er 5894,35 stig á hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,80% stuttu eftir opnun, en við lok dags í gær hafði hún lækkað um 1,64% vegna 75 punkta stýrivaxtahækkunar Seðlabanks, segja sérfræðingar.

Mosaic Fashions hækkar um 1,73%, Alfesca hækkar um 1,50%, Össur hækkar um 0,88%, Atlantic Petroleum hækkar um 0,65% og Dagsbrún hækkar um 0,44%.

Fjögur félög lækka, það sem af er degi. FL Group lækkar um 1,83%, Atorka lækkar um 0,83%, Straumur-Burðarás lækkar um 0,58% og Avion Group lækkar um 0,49%.

Gengisvísitala krónunnar hækkar um 0,90% í 120,01 stig og veikist krónan sem því nemur.