Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ]stendur í stað við hádegi og er 4.849 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6,9 milljörðum króna. Þar af voru utanþingsviðskipti með bréf Glitnis fyrir um 4,5 milljarða króna.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,6%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 2,6% og sænska vísitalan hefur hækkað um 0,7%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 0,9%, FL Group [ FL ] hefur hækkað um 0,8%, Landsbankinn [ LAIS ] hefur hækkað um 0,6% og Alfesca [ A ] hefur hækkað um 0,3%.

Eik banki [ FO-EIK ] hefur lækkað um 3,3%, Straumur [ STRB ] hefur lækkað um 1,4%, Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 0,6%, Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 0,6% og Marel [ MARL ]hefur lækkað um 0,4%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,1% og er 131,1 stig.