Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 1% og er 4.984 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,7 milljarði króna.

Stærstu viðskipti dagsins eru 611 milljón króna utanþingsviðskipti með Exista á genginu 12,22.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,6%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,3% og sænska vísitalan OMXS stendur í stað, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Í frétt Dow Jones fréttaveitunnar segir að uppgjör sem voru undir væntingum dragi markaðinn niður auk þess sem olíuverð fer hækkandi.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 1,3% og Icelandair Group [ ICEAIR ] hefur lækkað um 0,4%.

Kaupþing [ KAUP ] hefur lækkað um 1,1%, Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 0,9% og sömuleiðis Eik banki [ FO-EIK ], Spron [ SPRON ] hefur lækkað um 0,5% og Century Aluminium [ CENX ] hefur lækkað um 0,5%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,5% og er 128,9 stig.