Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur hækkað um 1% í dag og er heildarvelta með hlutabréf um 5 milljarðar.

Skipti hefur hækkað um 10,5% og er verðmæti þess þá komið í samræmi við yfirtökutilboð Exista [ EXISTA ] á hlutum félagsins.

Össur [ OSSR ] hefur hækkað um 3,2%, Kaupþing [ KAUP ] um 2,3% og Straumur [ STRB ] um 1,4%.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur líkt og í morgun lækkað mest fyrirtækja eða um 2,7%. Þá hefur Eik banki [ FO-EIK ] lækkað um 1,9% og Spron [ SPRON ] um 1,8%.