Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,54% og er 5.937 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 1.636 milljónum króna. Stærstu einstöku viðskiptin nema 85.5 milljónum króna með bréf Mosaic Fashions á genginu 17,1 krónur á hlut.

Ef svo fer sem horfir mun úrvalsvísitalan hækka tólf viðskiptadaga í röð.

?Þetta er mun örari hækkun en á fyrstu mánuðum ársins þegar að vísitalan hækkaði mest 6 daga í röð. Þá náði hún 25% hækkun frá áramótum um miðjan febrúar eða á 6 vikum. Í núverandi hækkunaferli hefur ICEX-15 hækkað um 12% á 12 dögum og er þá meðtalin hækkun dagsins í dag sem nemur 0,6%," segir greiningardeild Glitnis.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,24%, Glitnir hefur hækkað um 1,04%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,83%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,59% og Össur hefur hækkað um 0,39%

Avion Group hefur lækkað um 0,59%. Á síðustu fjórum vikum hefur félagið hækkað um 4,02% en sé litið á tólf mánaða breytingu félagsins hefur það lækkað um 25,99%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,06% og er gengisvísitalan 123,9 stig.