Úrvalsvísitalan lækkar um 2,74% og er 5.824,55 stig við hádegi. Í dag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti um 75 punkta og eru þeir nú 11,5%. Aðrir vextir verða einnig hækkaðir um 75 punkta frá 1. apríl næstkomandi.

Alfesca er eina fyrirtækið sem hækkar, það sem af er degi. Hækkunin nemur 0,25%.

Landsbankinn leiðir lækkunina, og lækkar um 3,54%, Kaupþing banki lækkar um 3,48%, Bakkavör Group lækkar um 2,30%, FL Group lækkar um 2,25% og Straumur-Burðarás lækkar um 1,72%.

Gengisvísitalan krónunnar veikist um 1,04% og er 118,42 stig við hádegi.