Úrvalsvísitalan stendur í stað við hádegi og er 4.159 stig. Krónan hefur veikst um 1% og er 162 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan er lítil eða 287 milljónir króna í 32 viðskiptum.

Það eru ekki allir markaðir svo lukkulegir að standa í stað: Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,4%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.