Úrvalsvísítalan hefur hækkað um 0,74% og er 6.315 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 2.118 milljónum króna.

?Í gær tók hlutabréfamarkaðurinn við sér og hækkaði ICEX-15 hlutabréfavísitalan um 1%. Segja má að íslensk hlutabréf hafi hækkað í takti við evrópsk og amerísk hlutabréf að undanförnu. Úrvalsvísitalan hefur sigið niður á við frá 26. október en nú virðist áhugi fjárfesta vera að taka við sér á ný,? segir greiningardeild Glitnis.

365 hefur hækkað um 3,03%, FL Group hefur hækkað um 2,13%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,84%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,46% og Glitnir hefur hækkað um 0,88%.

Alfesca hefur lækkað um 0,58% og er eina félagið sem lækkað hefur við hádegi.

Gengi krónu hefur veikst um 0,30% og er 123,7 stig.