Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,45% og er 6.761 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5, en hún lækkaði um 0,72% í gær. Var það í fyrsta skipti sem hún lækkaði við lok dags á nýju ári. Veltan nemur tveimur milljörðum króna.

FL Group hefur hækkað um 2,2%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,7%, Atorka Group hefur hækkað um 0,58%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,45% og Exista sem og Glitnir hafa hækkað um 0,42%.

365 hefur lækkað um 0,83%, Teymi hefur lækkað um 0,5%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,48%, Össur hefur lækkað um 0,44% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,36%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,31% og er 127,9 stig við hádegi en í gær veiktist krónan um 1,97%, meðal annars vegna umræðu um að viðskiptabankarnir muni hugsanlega breyta eigin fé sínu í evrur úr krónum.