Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur nú lækkað um 0,2% eftir að hafa hækkað um 0,2% í morgun en þá leiddu viðskiptabankarnir þrír hækkunina.

Nú hefur orðið viðsnúningur og hefur Kaupþing [ KAUP ] lækkað á meðan Glitnir [ GLB ] stendur í stað og hækkun Landsbankans [ LAIS ] hefur minnkað frá því í morgun.

Velta með hlutabréf er aðeins um 780 milljónir en þar af eru um 260 milljónir með bréf í Kaupþing og 240 milljónir með bréf í Landsbankanum.

Krónan hefur veikst nú undir hádegi um 0,5%.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,7%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 1,5% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.