Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, tók við sem formaður fyrir um ári. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Þór að æði hafi runnið á menn í viðskiptalífinu á síðustu árum, nauðsynlegt sé að skipta um gjaldeyri og hætta sé á aukinni ríkisvæðingu í atvinnulífinu.

Þór hefur nú sitt annað ár sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) en hann var kjörinn formaður fyrir um ári. Það má með sanni segja að síðastliðið ár hafi verið viðburðarríkt.

Þú hefur væntanlega ekki fremur en nokkur annar vitað hvað restin af árinu bæri í skauti sér þegar þú bauðst þig fram?

„Nei, svo sannarlega ekki. Við áttum ekki von á þessari miklu dýfu en þetta hefur engu að síður verið viss áskorun,“ segir Þór og bætir því við að í byrjun október sl. hafi SA daglega setið svokallaða krísufundi með opinberum aðilum, samtökum launþega og ýmsum aðilum úr atvinnulífinu.

„Það voru allir tilbúnir að leggja hönd á plóginn og það er ennþá þannig,“ segir Þór.

_____________________________

Rætt er ítarlega við Þór í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .