Á fundi Viðskiptaráðs í gær talaði Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA náms við Háskólann í Reykjavík, um þá spurningu hvort vera Íslands utan ESB setti landið í stöðu sem líkja mætti við stöðu verslunar sem væri staðsett miðja vegu milli Smáralindar og Kringlunnar - sumir segi að Ísland geti valið það besta frá ESB, Bandaríkjunum og Asíu meðan aðrir segi að lífið utan viðskiptabandalaga sé svipað því að reka verslun í Fossvogsdal, mitt á milli verslunarkjarnanna tveggja.  Niðurstaða hans var sú að mun fremur megi líkja núverandi stöðu Íslands við stöðu gömul Borgarkringlunnar áður en opnað var fyrir beina umferð frá Kringlunni – Ísland sé svo gott sem aðili að ESB þar sem við fylgjum reglum sambandsins en njótum ekki allra réttinda. Mátti skilja á Aðalsteini að hann teldi mega líkja inngöngu Íslands i ESB við áhrif þess að þessir tveir verslanakjarnar voru gerðir að einum, viðskipti blómguðust.