Það mun fyrst reyna á íslensku bankana þegar hægist á íslenska hagkerfinu og framboði á lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, segir í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Standard & Poors.

Fyrirtækið mun halda ráðstefnu hér á landi á morgun, þar sem umfjöllunarefnið er íslensku bankarnir.

"Horfur íslenska bankakerfisins til langs tíma eru góðar, þar sem hagkerfið er sveigjanlegt og líflegt og fyrirtækjageirinn er frumlegur," segir Martin Noreus, sérfræðingur hjá Standard & Poors og annar höfunda skýrslunnar.

En þrátt fyrir fjölbreytileika og arðsemi, mun reyna á bankana þegar hægist á hagkerfinu og alþjóðlegir fjármálamarkaðir bregðast, segir Noreus.