Tap skrifstofuvöruverslunarinnar A4 nam á síðasta ári 29,7 milljónum króna, samanborið við tap upp á 70,5 milljónir króna
árið 2010. Rekstrartap verslunarinnar nam 25,9 milljónum króna samanborið við 82,7 milljónir króna árið áður. Eigið
fé A4 í árslok 2011 nam þó 50,4 milljónum króna.

Skuldir félagsins námu í árslok um 305,9 milljónum króna, að mestu skammtímaskuldir. A4 er í eigu heildverslunarinnar Egilsson, sem er í eigu Office 1. Office 1 er aftur í eigu Andvara, sem er í 100% eigu Egils Þórs Sigurðssonar. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í byrjun þessa árs keypti Egill rekstur A4 af Björg, samlagshlutafélags í eigu Sparisjóðabankanna, sem hafði tekið yfir félagið eftir hrun. Office 1 hafði einnig verið í rekstrarvandræðum og var
skráð á nýja kennitölu árið 2011.