Væntanlegar tekjur lækningafyrirtækisins Kerecis verða um 20 milljarðar króna á árinu 2023. Stærstur hluti teknanna kemur frá Bandaríkjunum, en þarlend sjúkratryggingafélög hafa samþykkt að greiða fyrir lækningameðferðir með íslenska sáraroðinu.

Kerecis framleiðir lækningavörur úr þorskroði, sem eru notaðar við meðhöndlun þrálátra sára, til dæmis af völdum sykursýki og meðhöndlun alvarlegra brunasára. Sáraroðið var upphaflega þróað til að meðhöndla þrálát sár, til dæmis vegna sykursýki og til að draga úr líkum á aflimun illa farinna útlima. Samkvæmt upplýsingum frá Kerecis hafa lækningarvörur úr þorskroði aukið útflutningsverðmæti þorskafurða um 10%.

Umsvif Kerecis hafa einnig margfaldast á undanförnum árum og er fyrirtækið nú einn stærsti atvinnuveitandi á Ísafirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 500 talsins og eru þeir staddir í Bandaríkjunum, Reykjavík og á Ísafirði.

Starfsmenn Kerecis eru nú rúmlega 500 talsins, í Bandaríkjunum, Reykjavík og á Ísafirði. Með auknum umsvifum hefur framleiðslan á Ísafirði aukist og húsnæði Kerecis stækkað. Tekjur fyrirtækisins hafa einnig tvöfaldast á hverju ári frá stofnun.

Um 150 sérfræðingar, læknar og hjúkrunarfólk frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu situr nú ráðstefnu í Reykjavík á vegum Kerecis. Í þeirra hópi eru margir fremstu skurðlæknar heims sem nota íslenskt sáraroð meðal annars í skurðaðgerðum og hjúkrunarfólk sem sérhæfir sig í meðhöndlun brunasára.