Lagt var fram frumvarp að þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014 á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.

Rekstarniðurstaða samstæðu A og B hluta er áætluð jákvæð öll árin, þ.e. 6,5 milljarðar króna árið 2012, 7 milljarða króna árið 2013 og 7,6 milljarðar króna árið 2014. Staða á handbæru fé er áætluð 14 milljarðar króna í árslok 212, 8,3 milljarðar króna í árslok 2013 og 13,6 milljarðar króna í árslok 2014. Samstæðuáætlun Reykjavíkur samanstendur af A og B hluta.

Skatttekjur hækka lítillega m.v. áætlun ársins 2011, sem skýrist af hálfsárs áhrifum af hækkun álagningarhlutfalls útsvars um 0,08% sem tók gildi þann 1.júlí 2011. Áætlað er að aðrar tekjur hækki um 9,5% á tímabilinu og fari úr 53,4 milljörðum króna í 58,5 milljarða króna. Munar þar mestu um auknar tekjur Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hellisheiðarvirkjunnar sem kemur að fullu í rekstur á tímabilinu.

Áætlar er að fjárfestingar verði samtals 26 milljarðar króna á tímabilinu 2012-2014, þar af um 13,4 millljarðar króna hjá Orkuveitu Reykavíkur, 5,4 millljarðar króna hjá A-hluta Reykjavíkurborgar, 2,2 milljarðar króna hjá Sorpu, 2,2 milljarðar króna hjá Faxaflóahöfnum, 1,6 milljarða króna hjá Félagsbústöðum og 0,7 milljarðar króna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Á móti er gert ráð fyrir að eignir verði seldar sem nemur 10,5 milljörðum króna.

tafla
tafla