Hagvöxtur fjórða ársfjórðungs liðins árs mældist 4,7%. Þar með að áætlaður hagvöxtur ársins í fyrra enda í 1,9%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Á Hagstofunni kemur fram að þjóðarútgjöld hafi verið nær óbreytt á fjórðungnum, einkaneysla aukist um prósentu og samneyslan jókst um 3,8%. Þriggja prósenta samdráttur mældist hins vegar í fjármunamyndun.

„Skýrist vöxtur landsframleiðslu því af jákvæðum áhrifum utanríkisviðskipta en innflutningur dróst saman um 10,2% á tímabilinu á meðan útflutningur jókst um 0,5%. Vöruútflutningur dróst saman um 3,1% en þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í útfluttri ferðaþjónustu og tengdri þjónustu jókst útflutningur þjónustu í heild hinsvegar um 3,7% á 4. Ársfjórðungi. Rekja má aukningu útflutnings annarar þjónustu, m.a. til viðskiptaþjónustu og sölu á hugverkaréttindum,“ segir hjá Hagstofunni.

Áætlanir Hagstofunnar gera ráð fyrir 1,9% aukningu á landsframleiðslu í fyrra að raungildi samanborið við árið 2018. Það þó útflutningur hafi dregist saman um 5% enda reyndist samdráttur í innflutningi 9,9%. Það eru því jákvæð áhrif utanríkisviðskipta sem skýra niðurstöðuna.