Glitnir, forveri Íslandsbanka, ætlaði einnig að byggja nýjar höfuð­stöðvar áður en bankahrunið varð. Í mars 2008 sagði Már Másson, þáverandi upplýsingafulltrúi Glitnis, að til stæði að byggja nýjar höfuðstöðvar sem yrðu um 15.000 fermetrar að stærð á gömlu strætólóðinni í Laugarnesi.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hafa allar áætlanir um byggingu nýrra höfuðstöðva bankans verið settar á ís að svo stöddu. Ekki er talið líklegt að ákvörðun um nýjar höfuðstöðvar verði tekin fyrr en kröfuhafar hafa selt hlut sinn í bankanum og endanlegt eignarhald liggur fyrir.