Landsvirkjun
Landsvirkjun

Hægt er stækka myndina með því að smella á hana

Samkvæmt framkvæmdaáætlun Landsvirkunnar er áætluð fjárfesting í orkumannvirkjum samtals um 3,5 milljarðar bandaríkjadala að jafnvirði 400 milljörðum króna (m.v. gengið USD/ISK 115,0) næstu 10 árin og um 1,6 milljarðar bandaríkjadala, jafnvirði 184 milljarðarkróna, árin 2021-2025. Í þessu er gert ráð fyrir fjárfestingum í flutningsvirkjum til viðbótar fyrir um 15% af framkvæmdaáætluninni sjálfri. Þetta kemur fram í skýrslu Landvirkjunnar um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunnar til ársins 2035. Skýrslan er unnin af GAMMA.

Talið er að fjárfesting Landsvirkjunnar muni kalla fram fjárfestingu í iðnaði um 4,5 milljarða bandaríkjadala, 517 milljarða króna. Ástæða þess er sú að þegar efnahagsleg áhrif þessara orkuframkvæmda eru metin í þjóðhagslegu samhengi verður einnig að taka með í reikninginn samsvarandi fjárfestingu þeirra iðnfyrirtækja sem munu kaupa hina nýju orku.

Þegar allt er samantekið verða fjárfestingar vegna orkumannvirkja samhliða uppbygginu í iðnaði um 8,0 milljarðar bandaríkjadala eða 917 milljarðar króna til ársins 2020. Þá er talið að fjárfestingarnar nái hámarki á ársbilinu 2015-2019 fyrir um 1 milljarð bandaríkjadala á ári eða 115 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar er talið að virkjun á Kárahnjúkum og álveri á Reyðafirði hafi verið um 259 milljarðar króna á árunum 2004-2007.