Hagnaður Eimskips á öðrum ársfjórðungi nam 4,6 milljónum evra, andvirði um 700 milljóna króna, samanborið við ríflega tveggja milljóna evra hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kom fram á uppgjörsfundi í morgun. Forstjóri Eimskip, segist mjög sáttur með uppgjörið.

Eins og VB.is greindi frá nemur því hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins 3,8 milljónum evra, en var 4,6 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Gylfi segir helstu skýringu þess að hagnaður var meiri á öðrum ársfjórðungi á árinu samanborið við árið í fyrra vera hagstæðari gengisliði. Hann segir að áætluð EBITDA Eimskips fyrir árið í heild sinni verði óbreytt.

VB sjónvarp ræddi við Gylfa.