Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs árið 2011 er 30 – 38 milljarðar króna að nafnverði sem samsvarar um 40 – 50 milljörðum króna að markaðsvirði. Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði 27 – 35 milljarðar króna á árinu 2011, sem er aukning útlána milli ára. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði 8 – 10 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í áætlun sjóðsins sem birt var í dag.

„Nokkur óvissa ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir fyrir árið 2011 og nákvæmar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúðabréfa er því ekki hægt að gefa upp. Þannig geta einstaka tölur í útboðum færst á milli ársfjórðunga og veltur það á markaðsaðstæðum hverju sinni.

Íbúðalánasjóður áætlar að greiða lánardrottnum sínum 65 - 73 milljarða króna árið 2011 og er stærstur hluti þeirra tilkominn vegna afborgana íbúðabréfa,“ segir í áætluninni.

Áætlun Íbúðalánasjóðs 2011 .