*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 27. maí 2013 15:35

Áætlun um afnám hafta lögð fram í haust

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áætlun um afnám hafta verða unna í samráði við seðlabanka og ráðherranefnd.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisstjórnin ætlar að kynna nýja áætlun um afnám gjaldeyrishafta í haust, að því er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Áætlunin mun m.a. byggja á hugmyndum Sigmundar Davíðs, en verður annars unnin í samráði við seðlabankann og ráðherranefnd, en hann vildi þó ekki fara nánar út í þessar hugmyndir í viðtalinu.

Báðir stjórnarflokkarnir hafa báðir lagt áherslu á hraðara afnám hafta, en þó sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í dag að að einhver höft á ákveðnum þáttum fjármagnsflutninga verði líklega að vera til frambúðar til að koma í veg fyrir spákaupmennsku með gjaldmiðilinn og uppsöfnun innlána íslensku bankanna í öðrum löndum,