Talsverð spenna er í loftinu vegna aðalfundar Byrs sparisjóðs sem hefst á hótel Hilton Nordica klukkan 16:00 í dag. Tveir listar eru í kjöri til stjórnar en hörð átök hafa verið um valdahlutföll í félaginu að undanförnu og sölu Landsbankans á 2,6% hlut í Byr til Reykjavík Invest sem dregin var til baka. Sú breyting hefur verið gerð á B-lista núverandi stjórnenda undir forystu Jóns Kr. Sólnes, að Gísli Þór Sigurbergsson hefur dregið framboð sitt til baka.

Færist því Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson sem var í framboði til varastjórnar upp um sæti í aðalstjórnarframboð. Ekki er ljóst hver kemur inn sem nýr maður á B-lista í varastjórn, en samkvæmt samþykktum Byrs skipa fimm menn stjórnina og tveir til vara.

Listarnir eru svohljóðandi:

Listi A - Aðalstjórn. 1. Sveinn Margeirsson. 2. Arnar Bjarnason. 3. Hörður Arnarson. 4. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. 5. Ingunn Guðmundsdóttir. Varastjórn. 1. Stefán D. Franklín. 2. Eggert Þór Aðalsteinsson.

Listi B - Aðalstjórn. 1. Jón Kr. Sólnes. 2. Guðmundur Geir Gunnarsson. 3. Matthías Björnsson. 4. Sigrún Hallgrímsdóttir. Varastjórn. 1. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson. 2. Erla Gísladóttir.

Í núverandi stjórn Byrs er Jón Kristjánsson formaður, Jóhanna Waagfjörð ritari, Ágúst Már Ármann, Birgir Ómar Haraldsson og Jón Kr. Sólnes.