Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica Hótel laugardaginn 4. febrúar kl. 14, segir í tilkynningu.

Dagskrá:

1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.

2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.

3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári.

4. Tillögur til breytinga á samþykktum.

5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum.

6. Kosning bankaráðs.

7. Kosning endurskoðenda.

8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.

9. Önnur mál.

Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal um framboð til bankaráðs eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund, segir í tilkynningunni.

Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar.