Aðalmeðferð í máli Eiðs Smára Guðjohnsen, landsliðsmanns í knattspyrnu, gegn ritstjórum og blaðamanni DV, fer fram 19. ágúst nk. samkvæmt dagskrá dómstóla. Málið er höfðað gegn Inga Frey Vilhjálmssyni blaðamanni og ritstjórunum Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni.

Eiður Smári telur DV hafa brotið gegn sér með umfjöllun um fjárhagsleg málefni hans. Ritstjórn DV telur aftur á móti að fjárhagsleg málefni Eiðs Smára, m.a. hundruð milljóna skuldir hans við Banque Havilland í Lúxemborg og Glitni banka, hafi átt erindi við almenning.