Ragnar Þórir Guðgeirsson hefur ásamt fleiri fjárfestum keypt Aðalskoðun hf. Seljendur eru rúmlega tuttugu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Aðalskoðunar hf.

Félagið sem stofnað var árið 1994, sér um skoðun á bifreiðum. Með kaupunum fylgir dótturfélag Aðalskoðunar hf., Sýni ehf., sem sér um eftirlit í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í janúar síðastliðinn keypti Frumherji hf. Aðalskoðun hf., en Samkeppniseftirlitið ógilti samruna félaganna með vísan til 17. gr. samkeppnislega. Ragnar Þórir segir að eftir þá niðurstöðu hafi hann séð ákveðið tækifæri og ákveðið að ganga til viðræðna um kaup á fyrirtækinu. Hann gerir ráð fyrir að rekstur félagsins verði áfram að mestu í óbreyttri mynd.