Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu á þessu ári. Aðalsteinn hefur starfað hjá Samherja og tengdum félögum frá árinu 1992 eða samtals í tólf ár. Í sumar og fram á haust mun Aðalsteinn vinna við erlend verkefni sem tengjast starfsemi Samherja.

Við starfi Aðalsteins tekur Gestur Geirsson, sem hefur stjórnað rækjuvinnslu félagsins undanfarin ár. Gestur útskrifaðist sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 1995 og hefur starfað hjá Samherja frá þeim tíma.